11/197
melanzanealla Parmigiana eða eggaldin með parmesan er einn af mínum uppáhalds réttum. Ég var með ítalska veislu á jóladag þar sem hvítlaukssúpa og crostini alla caprese voru í forrétt og Melanzane alla Parmigiana var í aðalrétt. Þetta er virkilega sparilegur réttur og það tekur talsverðan tíma að elda hann en ég lofa ykkur að það er vel þess virði.
Þessi eggaldinréttur er mjög bragðmikill og saðsamur. Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa með honum eitthvert ferskt meðlæti eins og til dæmis grænt salat með léttri dressingu.
Það er auðveldlega hægt að gera þessa uppskrift veganmeð því að nota vökva af kjúklingabaunum (aquafaba) í staðinn fyrir egg og nota vegan parmesan og mozzarella.
Það er einnig hægt að gera léttari útgáfu af réttinum. Þá sleppið þið egginu og brauðmylsnunni og penslið eggaldinsneiðarnar með ólífuolíu og bakið þær í ofninum þar til þær verða mjúkar í gegn.
Óhollari útgáfan er samt miiiikið betri.
(Ég gleymdi því miður að mæla hvað ég notaði mikið af brauðmylsnu í réttinn en það voru í það minnsta 2 dl. Mér þykir best að nota heimatilbúna brauðmylsnu úr súrdeigsbrauði í þennan rétt.)
Innihaldsefni
- Eggaldin (ca. 250 gr)
- 1 -2 mozzarelakúlur *
- 40 gr rifinn parmesan
- Góð brauðmylsna með ½ tsk af timían **
- 1 egg ***
- Fersk basilíka
- ½ tsk af timían
- Ólífuolía
- 1 dós af plómutómötum
- 3 hvítlauksrif
- 25 gr af söxuðum lauk
- Lárviðarlauf
- ½ tsk sykur
- Salt og pipar
* Ég notaði eina en það má alveg bæta við og nota tvær.
**Helst heimatilbúin.
*** Frá hænum sem njóta útiveru