Pho

Image

PHO

Frá Víetnam

27/197

PHO

Frá Víetnam

27/197


Image

eldhúsatlasinner vaknaður af löngum dvala! Fyrsti viðkomustaðurinn á þessu nýja ferðalagi er Víetnam. Það er um auðugan garð að gresja í grænmetismatarmenningu Víetnam en mig langaði samt að prófa að gera vegan útgáfu af klassískum kjötrétti.  Pho, borið fram fuh er fersk og ilmandi núðlusúpa krydduð með brenndu engiferi, stjörnuanís, negul og kanil, borin fram með ferskum kryddjurtum, baunaspírum, chili og sósum.

Hefðbundið pho er með soði úr nautabeinum sem fær að malla klukkustundunum saman. Vegan pho er fínlegra og ferskara en galdurinn liggur líka í soðinu. Ekki sleppa því að brenna engiferið og laukinn, það gefur soðinu dásamlega dýpt.

Í Víetnam er pho víst hefðbundinn morgunmatur en hér er þetta frábær matarboðsréttur. Súpan er borin fram í skál með núðlum, tófú og baunaspírum og svo á hver og einn að bragðbæta sína súpu með kryddjurtum, límónusafa, chili, baunaspírum, sriracha og hoisin sósu.

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, þetta er djöfulsins vinna en vel þess virði. Þegar ég legg í soðgerðina þá geri ég mikið magn í einu og frysti í litlum skömmtum. Þá er ég enga stund að henda í pho á venjulegu kvöldi. Það er þó hægt að stytta sér leið og kaupa alveg prýðilegt Pho soð í fernu í Veganbúðinni.

Notið þessa uppskrift sem grunn og bætið við hverju því sem hugurinn girnist og kryddið soðið eftir ykkar eigin smekk.

Image
Image
Image

Image

Pho

 

 • 1 ½ líter af vegan pho soði. Uppskrift að heimagerðu soði er aðeins neðar á síðunni en það er líka hægt að kaupa prýðilegt pho soð í fernu í Veganbúðinni. 
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1-2 tsk sykur
 • Tófúkubbur skorinn í litla teninga
 • Ca. 250 gr hrísgrjónanúðlur  (um hálfur pakki)
 • 5 dl af söxuðu fersku kóríander, basil og vorlauk
 • Bok choi 
 • 2-3 dl af mungbaunaspírum
 • Límónubátar
 • Grænn chilipipar í þunnum sneiðum
 • Sriracha sósa (eða önnur chili-hvítlaukssósa)
 • Hoisin sósa
 • Rifin engiferrót
 • Vegan fiskisósa eða sojasósa eftir smekk 

Image

Leiðbeiningar


 

1.
Hitið soðið upp (ef þörf er á). Bætið við sykri og salti og smakkið til. Það má líka setja smá sojasósu eða vegan fiskisósa ef ykkur finnst soðið ekki nógu bragðmikið. Haldið heitu.

2.
Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar í vel söltuðu vatni, samkvæmt leiðbeiningum á pakka. ef þið búið svo vel að eiga suðusigti skuluð þið sjóða núðlurnar í sigtinu og geyma suðuvatnið. Verið annars með annan pott með heitu vatni tilbúinn. Þegar þær eru tilbúnar er best að skola núðlurnar vandlega með köldu vatni til að fjarlægja umfram sterkju. Dýfið þeim svo snöggt aftur í heitt vatn til að hita þær aftur. Deilið núðlunum jafnt í fjórar skálar. 

3. Steikið tófúið þar til það verður stökkt og gullinbrúnt. Kryddið eftir smekk. (Ég saltaði það bara og setti smá cayenne pipar).

4.
Snöggsjóðið eða léttsteikið bok choi. Það tekur bara örskotsstund. 

5.
Ausið soði yfir núðlurnar í hverja skál og bætið við steiktum tófúbitum, bok choi, fínt sneiddum shiitake sveppum (úr soðinu), baunaspírum og vorlauk og berið fram strax. 

6.
Hver og einn bragðbætir svo sína súpu eftir smekk með ferskum kryddjurtum, limesafa, sriracha og hoisin sósum, chili og rifnu engiferi. 

Fyrir fjóra


Image

Soð

 

 • 4 lítrar af köldu vatni
 • 3 msk olía
 • 1 stór laukur, skorinn í fernt
 • 10 cm engiferrót, afhýdd
 • 2 púrrulaukar, gróft skornir
 • 3 stórar gulrætu, skornar í stóra bita
 •  400 gr kínahreðka (daikon)
 • 10 afhýdd hvítlauksrif
 • 1 stilkur sítrónugras, kraminn og gróflega skorinn
 • 3 stjörnuanís
 • 3 negulnaglar
 • 2 kanilstangir
 • ½ tsk fennelfræ 
 • 7 þurrkaðir shiitake sveppir
 • Rífleg handfylli af kóríanderstilkum

Image

Leiðbeiningar


 

1.
Stillið grillið í ofninum á hæsta hita og setjið engiferið og laukinn á álpappírsklædda ofnplötu. Þegar ofninn er orðinn heitur skulið þið setja ofnplötuna alveg efst og grillið grænmetið þannig að það brenni vel að utan. Snúið því með töng af og til svo það brenni jafnt. 

2.
Hitið olíu í stórum potti og bætið púrrulauk, gulrætur, kínahreðku,, hvítlauksrif, sítrónugras, stjörnuanís, negul, kanilstangir og fennelfræ í pottinn. Þekið allt með olíunni, setjið lokið á og leyfið þessu að steikjast á vægum hita í svona 5 mínútur eða þar til það fer að ilma. 

3.
Skerið grillaða engiferið gróflega og bætið því ásamt lauknum og shiitake sveppunum í pottinn.

4.
Fyllið nú pottinn með 4 lítrum af köldu vatni, látið suðuna koma upp og sjóðið svo á vægum hita í klukkustund. Nú ætti það að vera orðið  nokkuð bragðmikið en það er saltað eftir síun. Bætið kóríanderstilkunum við og sjóðið í nokkrar mínútur í viðbót. 

5.
Nú þarf að sía soðið vel. Það er best að leggja ostaklút (eða þunnt viskustykki) í sigti og hella soðinu í það í litlum skömmtum. Það þarf svo að nota klútinn til að kreista eins mikinn vökva og mögulegt er úr grænmetinu áður en því er hent ásamt kryddinu. Það er líka hægt að brjóstahaldaraþvottanet í verkið.  Mér finnst gott að veiða shiitake sveppina úr soðinu og geyma til að bera fram niðurskorna með pho. 

6.
Nú má bragðbæta með salti og sykri, vegan fiskisósu eða sojasósu eftir smekk.

 

Uppskriftin gefur um 3 lítra af soði sem duga í ca. 8 skálar af pho. 

Það geymist í loftþéttum umbúðum í ísskáp í fáeina daga en 3 mánuði í frysti.  

Image
Minni

Matarsóun


 • Soð úr afgöngum

  Það þarf ekki að kaupa nýtt grænmeti í pho soðið. Það er hægt að nota afskurð af grænmeti og nýta þannig allt!

 • Notaðu grænmetið sem þú átt

  Það þarf ekki að fara 100% eftir uppskriftinni. Áttu myntu en ekki basil? Grænkál en ekki bok choi? Notaðu það! Ég lofa að súpan verður alveg jafn góð.

 • Kóríander er gull

  Margir nota bara laufin en stilkarnir eru alveg jafn bragðgóðir. Skerið þá bara mjög smátt ef þeir eru grófir. Svo er tilvalið að nota þá heila í soð eins og í þessari uppskrift.


Image
Minna

kolefnisspor


 • Gott ráð 1#

  Holiest overcome eternal-return strong sea decrepit. Value ubermensch ultimate free.

 • Gott ráð 2#

  Holiest overcome eternal-return strong sea decrepit. Value ubermensch ultimate free.

 • Gott ráð 3#

  Holiest overcome eternal-return strong sea decrepit. Value ubermensch ultimate free.