Crostini Alla Caprese

CROSTINI ALLA CAPRESE

Frá Ítalíu

CROSTINI ALLA CAPRESE

Frá Ítalíu

11/197


Image

crostiniAlla Caprese, eða snittur með tómötum, mozzarella og basil, er virkilega ferskur og góður forréttur eða smáréttur með víni. Caprese er klassískt ítalskt salat sem var víst búið til með það í huga að tákna ítölsku fánalitina. Þetta er sparilegur réttur sem er leikur einn að útbúa. Ég ætla að gera þessar snittur aftur við fyrsta tækifæri!

 


Image

Innihaldsefni

 

  • Snittubrauð
  • Mozzarella kúla
  • Smátómatar
  • Fersk basilíka
  • Góð ólífuolía
  • Hvítlauksrif
  • Salt og pipar


Image

Leiðbeiningar

 


1.
Skerið brauðið í þunnar sneiðar og grillið á grillpönnu eða í ofni þar til brauðið verður stökkt.

2.
Nuddið hvítlauksrifi á sneiðarnar og dreypið á þær ólífuolíu.

2.
Skerið niður tómata og mozzarella og kryddið með salti, pipar og ólífuolíu.

4.
Fínsaxið ferska basilíku.

5.
Þá á bara eftir að raða salatinu fallega á snitturnar.