21/197
Hérkemur önnur uppskrift frá Sýrlandi. Ég var búin að prófa að gera Muhammara, sem er ídýfa úr grilluðum paprikum og valhnetum. Svo komst ég að því að Baba Ganoush á rætur að rekja til Sýrlands og ákvað að bæta þeirri uppskrift við. Þetta skemmtilega nafn - Baba Ganoush þýðir víst ,,dekurpabbi " og sagan segir að nafnið sé tilkomið vegna þess að uppskriftin hafi verið búin til í kvennabúri. Það er ekki eins skemmtilegt.
Þetta er silkimjúk ídýfa úr grilluðu eggaldini, tahini og hvítlauk. Hún minnir svolítið á hummus en er þó mikið léttari. Hún passar vel með brauði, niðurskornu grænmeti og á samlokur.
Þessi uppskrift er frekar lítil og gefur eina litla skál. Þegar ég geri Baba Ganoush næst mun ég tvöfalda eða þrefalda uppskriftina. Svona fyrst maður er að hafa fyrir því að grilla eggaldin. Ég grillaði eggaldinið í ofninum en ætla að prófa að grilla það á útigrilli í sumar.
Innihaldsefni
- 1 stórt eggaldin
- 2-3 mask ljóst tahini
- 1-2 msk ferskur sítrónusafi
- 1 -2 hvítlauksgeirar *
- 1 msk góð ólífuolía
- Hálf tsk salt (eða meira eftir smekk)
- Örlítið cumin
- Fínsöxuð steinselja og ef til vill mynta
* Það er einnig hægt að nota bakaðan hvítlauk og fá þannig mildara og sætara bragð.