Sýrlensk ídýfa

sýrland

Muhammara

16/196


Loksins eru fyrstu sýrlensku flóttamennirnir komnir til Íslands. Af því tilefni er Sýrland næst á dagskrá. Þetta stríðshrjáða land býr yfir litríkri og heillandi matarmenningu. Grænmetisréttir eru í hávegum hafðir og ég hafði úr mörgum girnilegum réttum að velja.

Ég endaði á að prófa þessa áhugaverðu uppskrift að Muhammara – ídýfu úr grilluðum paprikum,valhnetum og granateplasýrópi. Þetta er virkilega bragðmikil og matarmikil ídýfa. Hún er venjulega borin fram með pítubrauði en er góð með allskyns brauði og grænmeti og það er áreiðanlega gott að nota hana á samlokur í staðinn fyrir hummus.

Muhammara skreytt með granateplakjörnum og steinselju er einstaklega fallegur réttur á veisluborð.

Innihaldsefni• 3 rauðar paprikur
• 50 gr. valhnetur
• 1 dl. góð brauðmylsna*
• 1-2 hvítlauksgeirar
• 1 msk. sítrónusafi
• 2 tsk. granateplasýróp**
• ½ tsk. cumin (má sleppa)
• ½ tsk chiliflögur
• 2 msk. ólífuolía
• Salt eftir smekk

*Ég mæli með því að nota heimagerða eða einhverja gæða brauðmylsnu í þessa uppskrift.

**Granateplasýróp (Pomegranate molasses) fæst í Istanbul Market í Ármúla.leiðbeiningar


1. Byrjið á því að hita ofninn í 200 gráður. Ristið valhneturnar létt í ofninum en varist að láta þær dökkna mikið. Nuddið hýðið af þeim með viskustykki. Þannig losnið þið við beiskjuna í hnetunum.

2. Hitið því næst grillið í ofninum og grillið paprikurnar. Hér er uppskrift að grilluðum paprikum.

3. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsuvél eða blandara og maukið vel og vandlega.

4. Smakkið til með sítrónusafa, hvítlauk, salti og kryddi.

5. Skreytið með granateplakjörnum, ristuðum hnetum og steinselju og berið fram með góðu brauði.

Comments 1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =