10/197
núer röðin komin að Frakklandi! Ratatouille er klassískur franskur sveitamatur sem flestir ættu að kannast við. Rétturinn er upprunninn í Nice í Suður Frakklandi og var upphaflega fátækramatur. Uppistaðan í réttinum eru eggaldin, kúrbítur og tómatar og ég mæli sérstaklega með þessum rétti fyrir þá sem elska eggaldin (eins og ég). Ratatouille er mildur réttur og bragðið af grænmetinu fær að njóta sín.
Það er gott að elda ratatouille þegar mann langar að dunda sér í eldhúsinu. Matseldin tekur nefnilega talsverðan tíma og útkoman er heimilislegur og góður sveitamatur. Fersk basilíka, góð ólívuolía, parmesan og baguette passa svo einstaklega vel með.
Innihaldsefni
- Eggaldin (ég notaði 350 gr.)
- Kúrbítur (ég notaði 300 gr.)
- Paprika (ég notaði 200 gr.)
- 1 laukur
- Vel þroskaðir tómatar (ég notaði 250 gr.)
- 3-4 hvítlauksrif
- 1-2 dl maukaðir tómatar
- 4 msk rauðvín
- Lárviðarlauf
- 3 msk fínt söxuð basilíka
- 1 tsk timían
- ½ tsk rósmarín
- Örlítill sykur
- Ólífuolía
- Salt og pipar eftir smekk