1.
Skerið paprikurnar í tvennt eða fernt og hreinsið innan úr þeim.
2.
Á útigrilli: Látið hýðið snúa niður og grillið þær þar til hýðið verður svart (það þarf ekki að verða alveg kolsvart allsstaðar). Það ætti ekki að taka lengri tíma en ca. 5 mínútur. En það er auðvitað mismunandi eftir grillum.
Í ofni: Hitið grillið í ofninum á hæsta hita. Setjið paprikurnar á ofnplötu og látið hýðið snúa upp. Grillið paprikurnar þar til hýðið er orðið svart (það þarf ekki að verða alveg kolsvart allstaðar). Í ofni tekur þetta um 15 - 20 mínútur. Tékkið reglulega á þeim og snúið ef þær eru ekki að grillast jafnt.
3.
Setjið paprikurnar í skál og plastfilmu yfir eða í lokað ílát. Geymið í svona 20 mínútur. Gufan sem myndast hjálpar til við að losa hýðið af paprikunum.
4.
Fjarlægið allt svarta hýðið vandlega af paprikunum. Skerið þær í strimla, saltið eftir smekk og dreypið á þær ólífuolíu. Ef þið ætlið að geyma þær í ísskáp er sniðugt að setja þær í ílát og hella vel af ólífuolíu yfir.