13/197
![Image](https://b2602192.smushcdn.com/2602192/wp-content/uploads/2016/01/fainaaftur.jpg?lossy=0&strip=1&webp=1)
faináer ofnbakað flatbrauð úr kjúklingabaunamjöli. Stökkt að utan og mjúkt að innan. Uppskriftin er upprunnin frá Ítalíu þar sem brauðið nefnist Farinata og barst hún til Úrúgvæ með ítölskum innflytjendum á 19. öld. Fainá er hollt, prótínríkt og glútenlaust flatbrauð sem er auðvelt að búa til. Það passar vel með ýmis konar áleggi og er til dæmis hægt að nota sem pizzabotn. Í Úrúgvæ tíðkast að setja sneið af Fainá ofan á pizzu og þá kallast það Pizza a caballo eða pizza á hestbaki.
![Image](https://b2602192.smushcdn.com/2602192/wp-content/uploads/2020/05/EldhusAtlas_icon-V.png?lossy=0&strip=1&webp=1)
Innihaldsefni
- 1 bolli kjúklingabaunamjöl
- 1 bolli vatn
- 2 msk ólífuolía
- Hálf tsk salt
- Salt og pipar
- Krydd að eigin vali (til dæmis chiliflögur eða ferskt rósmarín)
- Eldfast mót (ca. 21x29 cm)
- Ólífuolía til að smyrja mótið