13/197
faináer ofnbakað flatbrauð úr kjúklingabaunamjöli. Stökkt að utan og mjúkt að innan. Uppskriftin er upprunnin frá Ítalíu þar sem brauðið nefnist Farinata og barst hún til Úrúgvæ með ítölskum innflytjendum á 19. öld. Fainá er hollt, prótínríkt og glútenlaust flatbrauð sem er auðvelt að búa til. Það passar vel með ýmis konar áleggi og er til dæmis hægt að nota sem pizzabotn. Í Úrúgvæ tíðkast að setja sneið af Fainá ofan á pizzu og þá kallast það Pizza a caballo eða pizza á hestbaki.
Innihaldsefni
- 1 bolli kjúklingabaunamjöl
- 1 bolli vatn
- 2 msk ólífuolía
- Hálf tsk salt
- Salt og pipar
- Krydd að eigin vali (til dæmis chiliflögur eða ferskt rósmarín)
- Eldfast mót (ca. 21x29 cm)
- Ólífuolía til að smyrja mótið