15/197
égfór til Marrakesh í febrúar og fékk aðeins að kynnast marokkóskri matarmenningu. Réttirnir voru vel kryddaðir en samt bragðmildir. Skál af sterkri chilisósu (Harissa) fylgdi þó alltaf með.
Það var alls staðar ágætis úrval af grænmetisréttum og þar voru kjúklingabaunir oftar en ekki í aðalhlutverki. Hér er uppskrift að afar einföldu marokkósku kjúklingabaunasalati. Svona salöt eru venjulega höfð í forrétt en mér þykir það passa vel sem léttur hádegisverður. Þá er til dæmis gott að bera það fram með brauði og harissa eða annari chilisósu.
Innihaldsefni
- 7 dl soðnar kjúklingabaunir
- Lítill rauðlaukur
- 4 hvítlauksgeirar
- Safi úr einni sítrónu
- 4 msk ólífuolía
- 1 - 2 tsk cuminduft
- 1-2 tsk paprikuduft
- Svolítill cayenne pipar og túrmerik
- Salt og pipar eftir smekk
- 1 dl saxað kóríander
- 1 dl söxuð steinselja