Bibimbap

Image

BIBIMBAP

Frá Suður Kóreu

28/197

BIBIMBAP

frá Suður Kóreu

28/197


Image

baráttangegn matarsóun er stórt loftslagsmál. 1/3 allra matvæla sem eru framleidd í heiminum enda í ruslinu. Hver íslendingur sóar um 90 kg af mat árlega! Eldhúsatlasinn leitar skapandi leiða til að nýta allt sem keypt er og safnar uppskriftum og góðum ráðum frá öllum heimshornum sem miða að því að ekkert fari til spillis. Ótal klassískar uppskriftir hafa orðið til í heimiliseldhúsum þar sem skortur kynti undir sköpunarkraftinum. 

Bibimbap er einmitt klassísk afgangauppskrift frá Suður Kóreu! Skál með steiktum stökkum hrísgrjónum, allskyns smáréttum úr grænmeti og óviðjafnanlegri gochujang chilisósu sem er stjarna réttarins.

Það mér þykir svo töfrandi við bibimbap er hvernig smáréttum og litfögru grænmeti er raðað fagurlega í skálina. Hún getur orðið að litlu listaverki sem hægt er að dást að í smástund áður en öllu er blandað saman í skálinni og borðað.

Hefðbundið bibimbap er borið fram með eggi og allt grænmetið er marinerað eða eldað á einhvern hátt. Þetta er vegan útgáfameð bragðmiklu marineruðu tófúi og sveppum. Það sem það eru tvær bragðsterkar sósur í réttinum vildi ég hafa hluta af grænmetinu ferskt og stökkt.

Ég ætla að halda áfram að elda bibimbap og prófa fleiri og hefðbundnari útgáfu, enda er þetta nýi uppáhalds rétturinn minn!





Image
Minni

Matarsóun


  • Sauðstu of mikið af hrísgrjónum eina ferðina enn?

    Geymdu þau og búðu til bibimbap! Hrísgrjónin eru steikt á pönnu og það er bara betra að þau séu köld úr ísskápnum. Soðin hrísgrjón geymast í um 5 daga í loftþéttu íláti í kæli.

  • Notaðu pikklaða grænmetið

    Það er klassískt ráð að súrsa grænmeti sem liggur undir skemmdum eða þú átt of mikið af. En það þarf víst að nota það svo krukkurnar hrúgist ekki bara upp í ísskápnum. Það er tilvalið að nýta það í bibimbap!

  • Notaðu grænmetið sem þú átt

    Það er hægt að skipta út öllu grænmeti í uppskriftinni fyrir það sem þú átt til. Ekki henda smá afgangi af elduðu grænmeti eða restum af hinu og þessu. Settu það bara í bibimbapið. Til þess var þessi réttur skapaður.




Image

Image

Bibimbap

 

  • 400 - 450 gr hrísgrjón. Það má nota hvaða hrísgrjón sem hugurinn girnist en mér þykir best að nota jasmín eða önnur hvít hrísgrjón í þessa uppskrift. (Þetta eru um 250 gr soðin hrísgrjón í hverja skál).   
  • Bragðlítil olía + sesamolía til steikingar
  • Tófúkubbur 
  • Nokkrir sveppir til að steikja með tófúinu (má sleppa)
  • Rúmlega ½ dl hrásykur (meira eða minna eftir smekk)
  • 3 msk sojasósa
  • 2 tsk hrísgrjónaedik
  • 3 tsk gochujang mauk
  • Nýmalaður svartur pipar
  • 2 msk ristuð sesamfræ. Svört, hvít eða blanda af báðum. 
  • 2 - 3 litlir vorlaukar
  • Rífleg handfylli af mungbaunaspírum 
  • Ca. 300 gr af spínati eða öðru blaðsalati
  • ½ gúrka
  • Ferskt kóríander eftir smekk
  • Kimchi!

Veljið  1 - 3 af eftirtöldu til að pikkla: 

  • Gulrætur
  • Radísur
  • Rauðkál
  • 1 msk hrásykur, ½ tsk salt og 3 tsk hrísgrjónaedik 


Image

Gochujang sósa

 

  • ½ dl gochujang mauk
  • 1 msk hlynsýróp, hunang eða hrásykur
  • 2 tsk ristuð sesamolía
  • 1 msk hrísgrjónaedik
  • 2 - 3 msk vatn

Image

Leiðbeiningar


 

1. Gochujang sósa

Hrærið saman gochujang mauki, hrásykri (eða annari sætu), sesamolíu, hrísgrjónaediki og vatni. Bætið við meira vatni eftir þörfum en sósan á að vera álíka þykk og tómatssósa. Geymist í loftþéttum umbúðum ísskáp í tvær vikur. 

 

2. "Pikklað" grænmeti

Hér vildi ég ekki gefa upp ákveðið magn af grænmeti. Veljið um gulrætur, radísur eða rauðkál (eða það sem þið eigið til í ísskápnum) skerið gulrætur í litla strimla, radísur í þunnar sneiðar eða rauðkál í þunnar ræmur. Nuddið grænmetið með sykri og salti og geymið á meðan þið klárið að elda. Skolið svo með köldu vatni, þerrið og setjið í skál með hrísgrjónaedikinu. Bætið við meira ediki eftir smekk. 

 

3. Tófú

Þerrið tófúkubbinn vel, pressið vatnið úr honum (sjá aðferð) og skerið í litla bita. Búið til marineringuna: Hrærið saman hrásykrinum, sojasósunni, hrísgrjónaedikinu, gochujang maukinu og nýmöluðum svörtum pipar í skál.

Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið tófúbitanna vel á öllum hliðum þar til það verður stökkt og fallegt á litinn. Það tekur svona 10 mínútur. Hellið marineringunni á pönnuna og blandið vel saman við tófúið. Eldið þar til tófúið er búið að drekka í sig eiginlega alla marieringuna og pannan orðin þurr. 

 

4. Baunaspírur 

Setjið baunaspírurnar í hitaþolna skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Hellið soðna vatninu af um leið, skolið með köldu vatni og þerrið vel.

 

5. Sesamfræ

Þurrristið sesamfræ á heitri pönnu þar til þau fara að ilma. Þetta má auðvitað gera löngu áður en byrjað er að elda. 

 

6. Grænmeti

Skerið spínatið gróflega, gúrku í strimla og vorlaukinn í þunnar sneiðar. Saxið kóríander smátt. 

 

8. Stökk bibimbap hrísgrjón

Þetta skref er engin skylda en stökku hrísgrjónin eru rosalega góð. Ég myndi alls ekki sleppa því ef þið notið köld afgangshrísgrjón.

Hitið bragðlitla olíu og sesamolíu á stórri pönnu (ef þið eigið bara litla pönnu er hægt að steikja hrísgrjónin í skömmtum). Dreifið hrísgrjónunum jafnt á pönnuna og pressið þau niður þannig að það verði að þykkri hrísgrjónaköku. Leyfið henni að steikjast óáreittri í um 5 mínútur eða þar til botninn er orðinn stökkur og fínn. 

 

9. Berið fram

Skiptið hrísgrjónunum í fjórar skálar. Raðið innihaldsefnunum fallega í hverja skál. Setjið tófú, baunaspírur, spínat, gúrkustrimla og pikklað grænmeti yfir hrísgrjónin. Stráið ristuðum sesamfræjum, fersku kóríander og sneiddum vorlauk yfir og berið fram með gochujang sósunni og kimchi!

Skálin á að koma falleg á borðið þannig að hægt sé að dást að henni í smástund... en svo er öllu blandað saman með sósunni. 

Fyrir fjórar skálar af bibimbap






Image
Minna

kolefnisspor


  • Gott ráð 1#

    Holiest overcome eternal-return strong sea decrepit. Value ubermensch ultimate free.

  • Gott ráð 2#

    Holiest overcome eternal-return strong sea decrepit. Value ubermensch ultimate free.

  • Gott ráð 3#

    Holiest overcome eternal-return strong sea decrepit. Value ubermensch ultimate free.