5/197
Fimmtalandið er Sómalía og rétturinn er bariis iskukaris sem þýðir einfaldlega hrísgrjón með kryddum. Hefðbundin sómölsk kryddblanda inniheldur meðal annars kanil, cumin, kardimommur og rúsínur. Sómalskur matur er ekkert sérstaklega bragðsterkur einn og sér en hann er borinn fram með logandi sterkum chilisósum til hliðar.
Í Sómalíu þykir ómissandi að borða banana með svona hrísgrjónaréttum til þess að draga úr hitanum af chilisósunni. Ég hafði ekki tíma til að búa til hefðbundna sómalska chilisósu og lét mér nægja Tabasco en það er hægt að nota hvaða sterku chilisósu sem er. Rétturinn er venjulega borðaður með höndunum og það á að víst að vera banani með hverjum bita.
Þetta er góður og einfaldur réttur og bananinn kemur skemmtilega á óvart.
Innihaldsefni
- 1 bolli basmati hrísgrjón
- 1¼ bolli vatn
- 1 stór laukur
- 2 tómatar
- ½ kanilstöng
- 3 kardemommubelgir
- 1 tsk cuminfræ
- 2 eða fleiri hvítlauksgeirar
- ½ bolli smátt skorið hvítkál og gulrætur
- 3 msk rúsínur
- 2 msk olía
- Salt eftir smekk
+ Banani og chilisósa að eigin vali