Ástralía: Aussie burger

AUSSIE BURGER

Frá Ástralíu

AUSSIE BURGER

Frá Ástralíu

4/197


Image

aussie burgerer ekki hefðbundinn grænmetisréttur en það er ekki um auðugan garð að gresja í grænmetismatarmenningu Ástrala. Þannig að ég ákvað að breyta venjulegum Aussie burger í grænmetisborgara. Ég sé ekki eftir því vegna þess að þetta er alveg ótrúlega góður grænmetisborgari. Súrsaðar rauðrófur og grillaður ananas gefa honum mjög sérstakt bragð.

Það er auðvelt að breyta honum í vegan borgara með því að nota vegan majónes, vegan ost og sleppa egginu. Ég mæli þó með því að nota avocado eða kartöfluskífu í stað eggsins til þess að vega upp á móti sæta bragðinu af ananasnum og rauðrófunni.

Það er vel hægt að nota rauðrófur úr krukku en það er fljótgert að búa til súrsaðar rauðrófur heima og þær eru mikið betri. Ég notaði þessa uppskrift: Quick pickled beets

ALT="Veggie burger, Aussie burger, french fries,2 MB"

Image

Innihaldsefni

 

  • Grænmetisborgarar að eigin vali
  • Brioche hamborgarabrauð
  • Rauðlaukur
  • Salatblöð
  • Grillaðar ferskar ananassneiðar
  • Súrsaðar rauðrófur
  • Cheddar ostur / vegan cheddar
  • Chili mayo / vegan chili mayo
  • Steikt egg (frá hænum sem fá að njóta útiveru)
  • Kartöfluskífa eða avocado fyrir vegana


Image

Leiðbeiningar

 


1.
Byrjið á því að búa til chili majónes. Blandið saman majónesi og sriracha, eða annari chilisósu, í hlutföllum eftir smekk. Það er líka hægt að nota tómatsósu og chilisósu.

2.
Steikið eggin. Ef þið notið ekki egg mæli ég með því að nota avocado eða kartöfluskífu til þess að vega upp á móti sætunni í ananasnum og rauðrófunni

3.
Grillið ananassneiðarnar í ofni eða á grilli.

4.
Grillið grænmetisborgarann og hitið brauðið.

5.
Raðið borgaranum saman. (Ekki gleyma rauðrófusneiðunum, þær eru aðalmálið).

Þá er Aussie borgarinn tilbúinn! Berið fram með frönskum og meira chili majónesi.