17/197
englander nú ekki beint þekkt fyrir spennandi matarmenningu, hvað þá góða grænmetisrétti! En þessi kjötlausi enski réttur er uppáhalds þægindamaturinn minn. Ég útbý þetta bragðmikla ostabrauð alltaf þegar ég á cheddar, salvíu og afgang af dökkum bjór eða maltöli. Mér þykir best að nota þykkar sneiðar af góðu súrdeigsbrauði en það er auðvitað hægt að nota hvernig brauð sem er.
Sagan segir að rétturinn eigi rætur að rekja til fátækra velskra leiguliða á Englandi á 18. öld. Kanínur voru kjöt fátæka mannsins en velsku leiguliðarnir fengu ekki einu sinni að veiða kanínurnar á landareignum aðalsins. Þeir urðu því að gera sér þessar velsku kanínur að góðu. Velskar kanínur eru alveg örugglega mikið betri en alvöru kanínur.
Hér á landi eru því miður afar fáir valkostir í boði fyrir þá sem vilja kaupa lífrænt vottaðar eða velferðarvottaðar mjólkurvörur. Nú eru á Íslandi að minnsta kosti tvö mjólkurbú þar sem kýrnar fá ekki einu sinni að njóta sumarbeitar. Svo ekki sé minnst á enn alvarlegri brot á dýraverndarlögum. Í fyrrasumar var kúabóndi fyrir norðan kærður fyrir dýraníð eftir að hann misþyrmdi ungri kvígu og drap með hrottalegum hætti.
Það er afar slæmt að neytendur geti ekki sniðgengið þessi bú sérstaklega og það er augljóslega brýn þörf fyrir velferðarvottun á dýraafurðir!
Biobú og Skaftholt í Gnúpverjahreppi einu framleiðendur lífrænna mjólkurafurða hér. Á vefsíðu Biobús er framleiðslunni svo lýst að velferð dýra sé eitt megin þema lífrænnar framleiðslu. Höfuðreglan er sú að húsdýrin hafi þá aðstöðu að geta notið eðlislægrar hreyfingar og hafi aðstöðu til útiveru allt árið um kring. Þar er sagt að lífrænn landbúnaður ætli dýrum betri aðbúnað en lög og reglur segja almennt til um. Mjólkurkýr sem eru bundnar á bása yfir vetrartímann eiga að komast út eins oft og kostur er og aðstæður leyfa. Þær eiga að hafa nægt pláss til að hreyfa sig frjálslega, njóta útiveru allan ársins hring, eiga mjúkt og þurrt legupláss, hafa næga birtu og félagsskap af hver annari.
Innihaldsefni
- 4 brauðsneiðar (ég mæli með þykkum grófum súrdeigsbrauðsneiðum)
- 220 gr rifinn cheddar ostur *
- 1 - 2 tsk enskt sinnepsduft eða Dijon
- 4 -5 msk af dökkum bjór, helst Porter eða Stout (í neyð má nota malt eða jólaöl)
- 2 þeyttar eggjarauður eða eitt heilt egg **
- Fínsöxuð fersk salvía eftir smekk eða 1 tsk þurrkuð
- Sletta af Tabasco eða Worchestershire sósu
- 1 msk af smátt söxuðum lauk
**Egg frá hænum sem fá að njóta útiveru og lifa lífinu lifandi.
*Því miður hentar íslenskur cheddar ekki grænmetisætum.