16/197
Fyrstá dagskrá á nýju ári er að sjálfsögðu veganúar! Það eru Samtök grænmetisæta á Íslandi sem standa fyrir þessu þarfa átaki. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.
Það hefur alltaf verið markmiðið að á Eldhúsatlasnum séu sem flestar uppskriftir án dýraafurða og veganúar er góð hvatning til að auka hlutfall vegan uppskrifta enn frekar.
Ég reyni oftast að finna hefðbundnar uppskriftir en nú langaði mig að taka klassíska uppskrift og breyta henni í vegan uppskrift.
Danskt smörrebröd varð fyrir valinu. Ég gerði fjórar vegan útgáfur af klassísku smörrebröd: Kartoffelmad , frikadeller og tvær gerðir með jurtakæfu. Þetta var allt gott en kartöflubrauðsneiðin var best (enginn lágkolvetnalífstíll hér). Aldrei hefði mér komið til hugar að útbúa brauðsneiðar með soðnum kartöflum og steiktum grænmetisbuffum...en það er ótrúlega gott!
Ég tók smurbrauðsgerðina mjög alvarlega og bjó sjálf til súrsaðar rauðrófur, gúrkur og lauk. Það heppnaðist mjög vel og mér fannst það mikið betra en það sem fæst út í búð. Svo er súrsun hin besta skemmtun. Ég mæli með því að prófa.