21/197
loksinseru fyrstu sýrlensku flóttamennirnir komnir til Íslands. Af því tilefni er Sýrland næst á dagskrá. Þetta stríðshrjáða land býr yfir litríkri og heillandi matarmenningu. Grænmetisréttir eru í hávegum hafðir og ég hafði úr mörgum girnilegum réttum að velja.
Ég endaði á að prófa þessa áhugaverðu uppskrift að Muhammara - ídýfu úr grilluðum paprikum,valhnetum og granateplasýrópi. Þetta er virkilega bragðmikil og matarmikil ídýfa. Hún er venjulega borin fram með pítubrauði en er góð með allskyns brauði og grænmeti og það er áreiðanlega gott að nota hana á samlokur í staðinn fyrir hummus.
Muhammara skreytt með granateplakjörnum og steinselju er einstaklega fallegur réttur á veisluborð.
Innihaldsefni
- 3 rauðar paprikur
- 50 gr valhnetur
- 1 dl góð brauðmylsna *
- 1-2 hvítlauksgeirar
- 1 msk sítrónusafi
- 2 tsk granateplasýróp (fæst í Istanbul market)
- ½ tsk cumin (má sleppa)
- ½ tsk chiliflögur
- 2 msk ólífuolía
- Salt
*Ég mæli með því að nota heimagerða eða einhverja gæða brauðmylsnu í þessa uppskrift.