Úrúgvæ: Flatbrauð úr kjúklingabaunamjöli

FAINÁ

Frá Úrúgvæ

FAINÁ

Frá Úrúgvæ

13/197


Image

faináer ofnbakað flatbrauð úr kjúklingabaunamjöli. Stökkt að utan og mjúkt að innan. Uppskriftin er upprunnin frá Ítalíu þar sem brauðið nefnist Farinata og barst hún til Úrúgvæ með ítölskum innflytjendum á 19. öld. Fainá er hollt, prótínríkt og glútenlaust flatbrauð sem er auðvelt að búa til. Það passar vel með ýmis konar áleggi og er til dæmis hægt að nota sem pizzabotn. Í Úrúgvæ tíðkast að setja sneið af Fainá ofan á pizzu og þá kallast það Pizza a caballo eða pizza á hestbaki.


Image

Innihaldsefni

 

    • 1 bolli kjúklingabaunamjöl
    • 1 bolli vatn
    • 2 msk ólífuolía
    • Hálf tsk salt
    • Salt og pipar
    • Krydd að eigin vali (til dæmis chiliflögur eða ferskt rósmarín)
    • Eldfast mót (ca. 21x29 cm)
    • Ólífuolía til að smyrja mótið


Image

Leiðbeiningar

 


1.
Setjið einn bolla af kjúklingabaunamjöli og einn bolla af vatni í skál. Hrærið saman þar til deigið verður kekkjalaust.

2.
Bætið 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. af salti út í deigið. Hér er einnig hægt að setja hvaða krydd sem er út í blönduna. Til dæmis chili flögur eða ferskar kryddjurtir.

3.
Setjið plastfilmu yfir skálina og leyfið deiginu að standa í að minnsta kosti klukkustund.

4.
Hitið ofninn í 225 - 250 gr. Setjið ólífuolíu í botninn á eldföstu móti og hitið það í ofninum þar til olían er orðin vel heit.

5.
Hellið blöndinni í eldfasta mótið og bakið í ca. 12 mínútur. Hafið grillið á í tvær mínútur undir lokin.

6.
Berið fram heitt eða við stofuhita með ólífuolíu og svörtum pipar.

 

Passar vel með ýmis konar áleggi og jafnvel sem öðruvísi glútenlaus pizzabotn.