9/197
Églét langþráðan draum rætast og tók landnámshænu í fóstur! Þetta er hún Eggertsína. Frá henni og hinum landnámshænunum í Þykkvabæ fæ ég 20 egg á mánuði. Eggertsína og vinkonur hennar fá að ganga frjálsar úti og vappa um túnið að vild. Þegar veðrið er vont leita þær skjóls inni í kofanum sínum. Eins og náttúran ætlaði verpa þær einu sinni á dag.
Búrhænur þekkja ekki veður, vinda og árstíðaskipti. Þær þekkja hvorki dag né nótt. Þær eru innilokaðar í búrum alla sína ævi og með gervilýsingu eru þær plataðar til að verpa allt að þrisvar á dag.
Af þessu tilefni ætla ég að elda tvær uppskriftir með landnámshænueggjum í þessari viku.
Sirene Po Shopski er ofnréttur með eggjum, fetaosti, tómötum og grillaðri papriku og er víst vinsæll hversdagsmatur í Búlgaríu. Rétturinn er bakaður í litlum leirpotti. Slíkur pottur er eflaust til á einhverjum íslenskum heimilum en hann tilheyrir klassíska búlgarska matarstellinu sem fólk tók gjarnan með sér heim úr sólarlandaferðum. Annars er auðvitað hægt að nota hvaða lokaða leirfat sem er, eða bara ofnfast mót með álpappír yfir. Búlgarskur sirene ostur er ekki fáanlegur hér á landi en það er vel hægt að nota fetaost í staðinn.
Innihaldsefni
- 250 gr. fetakubbur (fetaostur frá MS hentar ekki grænmetisætum)
- 2 egg frá frjálsum hænum
- 2 grillaðar paprikur
- 1 rauður chilipipar
- 2 stórir tómatar
- Steinselja
- Ólífuolía
- Svartur pipar
- Paprikuduft
- Rifinn ostur eftir smekk