6/197
frijoles negros er uppskrift að klassískum kúbönskum rétti úr svörtum baunum. Uppskriftin er einföld en það tekur svolítinn tíma að undirbúa matseldina. Það þýðir ekkert að nota baunir úr dós í þennan rétt. Frijoles Negros er þykkur og dásamlega góður baunaréttur...eiginlega rjómakenndur.
Það er gott að bera hann fram með söxuðum lauk, fersku kóríander, fersku grænu chili og miklum limesafa. Hrísgrjón eru svo ómissandi meðlæti.
Innihaldsefni
- 1 ¼ bolli svartar baunir
- 4 ½ bollar vatn
- 2 grænar paprikur
- Stór laukur
- 2 eða fleiri hvítlauksrif
- 1 tsk cumin
- 1 tsk óreganó
- 1½ msk rauðvínsedik
- ¾ bolli rauðvín
- 1 tsk sykur
- 1 lárviðarlauf
- 2 msk ólífuolía
- Salt og svartur pipar eftir smekk