Kúba: Frijoles Negros

FRIJOLES NEGROS

Frá Kúbu

FRIJOLES NEGROS

Frá Kúbu

6/197


Image

frijoles negros er uppskrift að klassískum kúbönskum rétti úr svörtum baunum. Uppskriftin er einföld en það tekur svolítinn tíma að undirbúa matseldina. Það þýðir ekkert að nota baunir úr dós í þennan rétt. Frijoles Negros er þykkur og dásamlega góður baunaréttur...eiginlega rjómakenndur.

Það er gott að bera hann fram með söxuðum lauk, fersku kóríander, fersku grænu chili og miklum limesafa. Hrísgrjón eru svo ómissandi meðlæti.

Image

Image

Innihaldsefni

 

  • 1 ¼ bolli svartar baunir
  • 4 ½ bollar vatn
  • 2 grænar paprikur
  • Stór laukur
  • 2 eða fleiri hvítlauksrif
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk óreganó
  • 1½ msk rauðvínsedik
  • ¾ bolli rauðvín
  • 1 tsk sykur
  • 1 lárviðarlauf
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt og svartur pipar eftir smekk


Image

Leiðbeiningar

 


1.
Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt eða samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2.
Hellið vatninu af og setjið baunirnar í pott með  4 ½ bolla af nýju vatni og 1 msk af ólífuolíu. 

3.
Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og setjið lokið yfir og látið baunirnar sjóða þar til þær verða meyrar eða í um það bil klukkustund. Það er mikilvægt að salta baunirnar ekki á þessu stigi og það má ekki hella vatninu af baununum.

4.
Saxið niður laukinn og paprikuna og steikið í ólífuolíu.

5.
Bætið við hvítlauk, salti og pipar eftir smekk og steikið í 1-2 mínútur í viðbót.

6.
Hellið baununum (með suðuvatninu) út á pönnuna og bætið við rauðvíni, ediki, lárviðarlaufi, cumini og oregano. Setjið lok yfir og leyfið réttinum að krauma í 20 mínútur.

7.
Fjarlægið lárviðarlaufið. Takið ½ bolla af baunum og búið til þykkt mauk og bætið aftur út í réttinn. Þá verður hann þykkari og betri. (Til dæmis með töfrasprota eða mortéli).

8.
Bætið við 1-2 tsk. af sykri og meira salti og pipar eftir smekk.

9.
Takið pönnuna af hellunni, dreifið einni msk. af ólívuolíu yfir réttinn, setjið lokið á og látið hana standa í 10 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum, fullt af limesafa, fersku kóríander og söxuðum lauk!

Fyrir ca. 4 - 5