1/197
veLkominá Eldhúsatlasinn!
Við þurfum að minnka kjötneyslu okkar. Það er brýnt umhverfis- og dýravelferðarmál. En það þarf ekki að vera leiðinlegt vegna þess að heimurinn er fullur af spennandi og fjölbreyttum grænmetisréttum. Tilgangurinn með þessari vefsíðu er að safna saman á einn stað, uppskriftum að hefðbundnum grænmetisréttum eða kjötlausum réttum frá 197 löndum. Það eru öll aðildaríki Sameinuðu þjóðanna + Palestína, Vestur-Sahara og Tíbet.
Fyrsta landið af 196 er Indónesía og rétturinn er Gado Gado. Þetta matarmikla salat er hefðbundinn götumatur í Indónesíu og samanstendur meðal annars af tófú, kartöflum, strengjabaunum, baunaspírum og bestu hnetudressingu í heimi.
Það eru venjulega soðin egg í Gado Gado en þeir sem eru vegan sleppa þeim bara og bæta við tófú eða kartöflum. Ég keypti ótrúlega góðar íslenskar gular strengjabaunir og bok choi, frá garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerði, sem gerði mikið fyrir réttinn og það er best að nota ferskt tófú. (Það er alltaf til ferskt tófú í Álfheimabúðinni.)
Ég eeelska þetta salat.
Innihaldsefni
- 6 kartöflur
- 4 egg (frá hænum sem fá að njóta útiveru og lifa lífinu lifandi)
- 200 gr. strengjabaunir (ég mæli með íslensku strengjabaununum frá Kinn)
- 150 gr. hvítkál
- 150 gr. bok choi
- 200 gr. ferskt tófú
- 200 gr. baunaspírur
- Ferskt kóríander eftir smekk
- Grænn chilipipar eftir smekk
- Muldar salthnetur
Fyrir hnetudressinguna:
- 1 hvítlauksgeiri (eða 10 ef þið viljið)
- 2-3 tsk, af hrásykri
- 130 gr. gróft ósætt hnetusmjör
- 1-2 grænir chilipiprar
- 2 lime (safinn)
- 1 msk, tamarind mauk
- 1-2 msk. sojasósa