3/197
Chimichurri er klassísk argentísk dressing búin til úr steinselju, óregano, chili, ediki og hvítlauk. Hún er mikið notuð við grillun á bæði grænmeti og kjöti. Reyndar á allt of miklu kjöti. Heilbrigðisráðherra Argentínu lýsti nýlega yfir áhyggjum sínum af ofneyslu kjöts í Argentínu og biðlaði til almennings um að minnka kjötneyslu og borða meira grænmeti.
Aðaluppistaðan í Chimichurri er steinselja og ef þú ert með steinselju í garðinum er upplagt að nota hana í chimichurri. Dressingin passar til dæmis með grænmetisbuffum og sem salatdressing og hún geymist lengi í ísskáp. Í Argentínu er algengt að pensla kúrbít og eggaldin með chimichurri og grilla.
Innihaldsefni
- Vænt búnt af steinselju
- 3 eða fleiri hvítlauksrif
- 1 msk ferskt óreganó
- 1 msk chiliflögur
- 1 bollu ólífuolía
- 3-5 msk rauðvínsedik (fer eftir smekk)
- Salt & pipar