ALT="Chimichurri in glass jar,zucchini,parsley,641 kb"

Argentína: Chimichurri

CHIMICHURRI

Frá Argentínu

CHIMICHURRI

Frá Argentínu

3/197


ALT="Chimichurri in glass jar,zucchini,parsley,641 kb"

Chimichurri er klassísk argentísk dressing búin til úr steinselju, óregano, chili, ediki og hvítlauk. Hún er mikið notuð við grillun á bæði grænmeti og kjöti. Reyndar á allt of miklu kjöti. Heilbrigðisráðherra Argentínu lýsti nýlega yfir áhyggjum sínum af ofneyslu kjöts í Argentínu og biðlaði til almennings um að minnka kjötneyslu og borða meira grænmeti.

Aðaluppistaðan í Chimichurri er steinselja og ef þú ert með steinselju í garðinum er upplagt að nota hana í chimichurri. Dressingin passar til dæmis með grænmetisbuffum og sem salatdressing og hún geymist lengi í ísskáp. Í Argentínu er algengt að pensla kúrbít og eggaldin með chimichurri og grilla.

 

ALT="Chimichurri in glass jar,chili,parsley,426 kb"
ALT="herbs, parsley, green bowl,Le creuset, 641 kb"


Image

Innihaldsefni

 

  • Vænt búnt af steinselju
  • 3 eða fleiri hvítlauksrif
  • 1 msk ferskt óreganó
  • 1 msk chiliflögur
  • 1 bollu ólífuolía
  • 3-5 msk rauðvínsedik (fer eftir smekk)
  • Salt & pipar


Image

Leiðbeiningar

 


Aðferð 1
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið í örstutta stund. Dressingin á að vera svolítið gróf.

Aðferð 2
Blandið saman ólífuolíu, rauðvínsediki, chiliflögum, óreganó og mörðum hvítlauk í skál. Saxið steinseljuna smátt og blandið út í. Saltið og piprið eftir smekk.

Grillaður kúrbítur með chimichurri: Skerið kúrbít í sneiðar. Saltið sneiðarnar og pressið vatnið úr þeim. Penslið kúrbítssneiðarnar með chimichurri og grillið.

Berið fram með meira chimichurri, salati og fetaosti. Einnig er gott að rífa sítrónubörk yfir.