Grænmetisréttir frá 197
löndumRóttækrar byltingar er þörf á matvælakerfum heimsins ef okkur á að takast að bjarga honum. Það er risavaxið verkefni en byltingin getur byrjað í eldhúsinu heima. Eitt það mikilvægasta sem við getum lagt af mörkum í daglegu lífi til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og illri meðferð dýra er að skipta yfir í grænmetisfæði.
Eldhúsatlasinn býður þér í könnunarleiðangur um heiminn í leit að spennandi grænmetisréttum frá 197 löndum. Það eru öll aðildaríki Sameinuðu þjóðanna auk Palestínu, Tævan, Tíbet og Wales.
GRÆNMETISRÉTTIR FRÁ 197
löndumRóttækrar byltingar er þörf á matvælakerfum heimsins ef okkur á að takast að bjarga honum. Það er risavaxið verkefni en byltingin getur byrjað í eldhúsinu heima. Eitt það mikilvægasta sem við getum lagt af mörkum í daglegu lífi til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og illri meðferð dýra er að skipta yfir í grænmetisfæði.
Eldhúsatlasinn býður þér í könnunarleiðangur um heiminn í leit að spennandi grænmetisréttum frá 197 löndum. Það eru öll aðildaríki Sameinuðu þjóðanna auk Palestínu, Tævan, Tíbet og Wales.
kolefnisspor einstaklings á Íslandi er alltof hátt. Við þurfum að minnka það verulega ef okkur á að takast að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsáttmálans. Matarræðið eitt og sér losar 3,54 tonn CO₂ á hvern einstakling en losun þyrfti að minnka um rúman helming. Einfaldasta leiðin til að minnka kolefnissporið er að draga úr neyslu á kjöti og dýraafurðum. Eldhúsatlasinn ætlar að leggja hönd á plóg og leita leiða til að gera uppskriftirnar sem loftslagsvænastar.
Ráðlagður dagskammtur
Eldhúsatlasinn kynnir með stolti.. kolefnissporsmerkingar uppskrifta! Krakkarnir hjá My Emissions eru í óða önn að reikna út kolefnisspor uppskriftanna og merkingarnar byrja að birtast von bráðar. Kolefnissporsmerkingarnar gefa góða vísbendingu um áhrif matarins á loftslagið. Útreikningarnir byggja á hnattrænum meðaltölum en taka ekki flutning til Íslands sérstaklega með í reikninginn. Stærstur hluti losunar matar kemur þó frá landbúnaði en ekki pökkun og flutningi og því er mikilvægara hvað við borðum en hvaðan það kemur.
kolefnisspor einstaklings á Íslandi er alltof hátt. Við þurfum að minnka það verulega ef okkur á að takast að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsáttmálans. Matarræðið eitt og sér losar 3,54 tonn CO₂ á hvern einstakling en losun þyrfti að minnka um rúman helming. Einfaldasta leiðin til að minnka kolefnissporið er að draga úr neyslu á kjöti og dýraafurðum. Eldhúsatlasinn ætlar að leggja hönd á plóg og leita leiða til að gera uppskriftirnar sem loftslagsvænastar!
Ráðlagður dagskammtur
Eldhúsatlasinn kynnir með stolti... kolefnissporsmerkingar uppskrifta! Krakkarnir hjá My Emissions eru í óða önn að reikna út kolefnisspor uppskriftanna og merkingarnar byrja að birtast von bráðar. Kolefnissporsmerkingarnar gefa góða vísbendingu um áhrif matarins á loftslagið. Útreikningarnir byggja á hnattrænum meðaltölum en taka ekki flutning til Íslands sérstaklega með í reikninginn. Stærstur hluti losunar matar kemur þó frá landbúnaði en ekki pökkun og flutningi og því er mikilvægara hvað við borðum en hvaðan það kemur.
Baráttan gegn matarsóun er stórt loftslagsmál. 1/3 allra matvæla sem eru framleidd í heiminum enda í ruslinu. Hver íslendingur sóar um 90 kg af mat árlega! Eldhúsatlasinn leitar skapandi leiða til að nýta allt sem er keypt og safnar saman uppskriftum og góðum ráðum frá öllum heimshornum sem miða að því að ekkert fari til spillis. Ótal klassískar uppskriftir hafa orðið til í heimiliseldhúsum þar sem skortur kynti undir sköpunarkraftinum.
sköpunargleði gegn sóun
Nýjum uppskriftum á Eldhúsatlasnum fylgja nú góð ráð til að sporna gegn matarsóun og þau má finna ofarlega inni í hverri uppskrift. Sérstök síða með matarsóunaruppskriftum er svo á leiðinni í loftið. Það er gaman og skapandi að nota hugmyndaflugið til að finna aðferðir við að nota afgangs hráefni. Mitt besta matarsóunartip er mjög einfalt... skoða nógu mikið af uppskriftum. Það gerir manni kleyft að fletta upp í þeim í huganum og þá getur eitt hráefni kveikt ótal hugmyndir.
Baráttan gegn matarsóun er stórt loftslagsmál. 1/3 allra matvæla sem eru framleidd í heiminum enda í ruslinu. Hver íslendingur sóar um 90 kg af mat árlega! Eldhúsatlasinn leitar skapandi leiða til að nýta allt sem er keypt og safnar saman uppskriftum og góðum ráðum frá öllum heimshornum sem miða að því að ekkert fari til spillis. Ótal klassískar uppskriftir hafa orðið til í heimiliseldhúsum þar sem skortur kynti undir sköpunarkraftinum.
sköpunargleði gegn sóun
Nýjum uppskriftum á Eldhúsatlasnum fylgja nú góð ráð til að sporna gegn matarsóun og þau má finna ofarlega inni í hverri uppskrift. Sérstök síða með matarsóunaruppskriftum er svo á leiðinni í loftið. Það er gaman og skapandi að nota hugmyndaflugið til að finna aðferðir við að nota afgangs hráefni. Mitt besta matarsóunartip er mjög einfalt... skoða nógu mikið af uppskriftum. Það gerir manni kleyft að fletta upp í þeim í huganum og þá getur eitt hráefni kveikt ótal hugmyndir.
Þaðgetur verið erfitt að gjörbreyta mataræðinu á einu bretti. Flestar uppskriftirnar á Eldhúsatlasnum eru VEGAN en hér eru líka uppskriftir fyrir þá sem nota mjólkurvörur og egg. Eggin eru undantekninglaust frá litlum búum þar sem hænurnar njóta útiveru og lifa lífinu lifandi. Varphænur, kjúklingar og svín á Íslandi dúsa langflest í verksmiðjubúum. Í þeirra heimi er engin náttúra. Þau fá aldrei að kynnast blæbrigðum árstíðanna. Veður og vindar eru ekki til. Þau þekkja jafnvel hvorki dag né nótt. Fá aldrei að líta glaðan dag. Það er í okkar valdi að sniðganga afurðir frá þessum búum.
Eru öll egg sköpuð jöfn?
Egg eru framleidd með mismunandi hætti og er aðbúnaður varphæna misgóður eftir framleiðsluaðferð. Aðbúnaður búrhæna er langsamlega verstur svo er til vistvæn framleiðsla og loks lífræn framleiðsla þar sem velferð fuglanna er höfð að leiðarljósi, hænur fá að ganga frjálsar og hafa aðgang að útisvæði. Í Bændamarkaði frú Laugu og í Fjarðarkaupum er hægt að fá landnámshænuegg frá frjálsum hænum. Á Sólheimum, í Gerðarkoti og fleiri litlum búum eru einnig hænur sem fá að ganga frjálsar á útisvæði en framleiðslan er lítil og eggin einungis seld á staðnum.
Þaðgetur verið erfitt að gjörbreyta mataræðinu á einu bretti. Flestar uppskriftirnar á Eldhúsatlasnum eru VEGAN en hér eru líka uppskriftir fyrir þá sem nota mjólkurvörur og egg. Eggin eru undantekninglaust frá litlum búum þar sem hænurnar njóta útiveru og lifa lífinu lifandi. Varphænur, kjúklingar og svín á Íslandi dúsa langflest í verksmiðjubúum. Í þeirra heimi er engin náttúra. Þau fá aldrei að kynnast blæbrigðum árstíðanna. Veður og vindar eru ekki til. Þau þekkja jafnvel hvorki dag né nótt. Fá aldrei að líta glaðan dag. Það er í okkar valdi að sniðganga afurðir frá þessum búum.
Eru öll egg sköpuð jöfn?
Egg eru framleidd með mismunandi hætti og er aðbúnaður varphæna misgóður eftir framleiðsluaðferð. Aðbúnaður búrhæna er langsamlega verstur svo er til vistvæn framleiðsla og loks lífræn framleiðsla þar sem velferð fuglanna er höfð að leiðarljósi, hænur fá að ganga frjálsar og hafa aðgang að útisvæði. Í Bændamarkaði frú Laugu og í Fjarðarkaupum er hægt að fá landnámshænuegg frá frjálsum hænum. Á Sólheimum og í Gerðarkoti eru einnig hænur sem fá að ganga frjálsar á útisvæði en framleiðslan er lítil og eggin einungis seld á staðnum.