um vefinn

& konuna á bak við hann

Hugmyndin að þessu ástríðuverkefni kviknaði þegar ég bjó á Indlandi fyrir rúmum áratug. Grænmetisfæði skipar stóran sess í matarmenningu Indverja af efnahagslegum, trúarlegum og menningarlegum ástæðum. Kjöt er dýrt, kýr eru heilagar og það þarf mikið landsvæði undir hrísgrjóna- og grænmetisræktun. Grænmetisfæði er normið og á veitingastöðum er boðið upp á svokallaða Veg og Non-Veg rétti eða grænmetisrétti og ekki-grænmetisrétti.

Á Indlandi kynntist ég alveg nýrri matarmenningu sem opnaði fyrir mér nýjan heim. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið mikill dýravinur og fundist óþægilegt að borða dýr hafði mér aldrei dottið til hugar að gerast grænmetisæta og í mínum huga voru grænmetisréttir bæði einhæfir og óspennandi. Það breyttist allt á þessu ævintýralega ári í Chennai þar sem ég borðaði nær eingöngu grænmetisrétti, kynntist alls kyns nýjum réttum og aðferðum í matreiðslu og fjölbreytileikanum í grænmetisfæði.

Undir lok ferðarinnar varð ég svo fyrir lífsreynslu sem breytti öllu. Ég sá opinn vörubíl fullan af nautgripum sem verið var að færa til slátrunar. Depurðin í augnaráðinu er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Það varð ekki aftur snúið og fljótlega eftir að ég kom aftur heim til Íslands ákvað ég að hætta að borða kjöt.

Ég byrjaði að elda indverskan heimilsmat í eldhúsinu mínu og fór svo grafast fyrir um hvaða spennandi grænmetisréttir leyndust í matarmenningu annara landa. Sá könnunarleiðangur leiddi á endanum að þessu pólitíska matarbloggi.

Ljósmyndun, stílisering og hönnun síðunnar er í mínum höndum. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið áhuga á samstarfi eða hafið einhverjar spurningar og ábendingar.


    Harpa 


Image
Image

um vefinn

& konuna á bak við hann

Hugmyndin að þessu ástríðuverkefni kviknaði þegar ég bjó á Indlandi fyrir rúmum áratug. Grænmetisfæði skipar stóran sess í matarmenningu Indverja af efnahagslegum, trúarlegum og menningarlegum ástæðum. Kjöt er dýrt, kýr eru heilagar og það þarf mikið landsvæði undir hrísgrjóna- og grænmetisræktun. Grænmetisfæði er normið og á veitingastöðum er boðið upp á svokallaða Veg og Non-Veg rétti eða grænmetisrétti og ekki-grænmetisrétti.

Á Indlandi kynntist ég alveg nýrri matarmenningu sem opnaði fyrir mér nýjan heim. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið mikill dýravinur og fundist óþægilegt að borða dýr hafði mér aldrei dottið til hugar að gerast grænmetisæta og í mínum huga voru grænmetisréttir bæði einhæfir og óspennandi. Það breyttist allt á þessu ævintýralega ári í Chennai þar sem ég borðaði nær eingöngu grænmetisrétti, kynntist alls kyns nýjum réttum og aðferðum í matreiðslu og fjölbreytileikanum í grænmetisfæði.

Undir lok ferðarinnar varð ég svo fyrir lífsreynslu sem breytti öllu. Ég sá opinn vörubíl fullan af nautgripum sem verið var að færa til slátrunar. Depurðin í augnaráðinu er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Það varð ekki aftur snúið og fljótlega eftir að ég kom aftur heim til Íslands ákvað ég að hætta að borða kjöt.

Ég byrjaði að elda indverskan heimilsmat í eldhúsinu mínu og fór svo grafast fyrir um hvaða spennandi grænmetisréttir leyndust í matarmenningu annara landa. Sá könnunarleiðangur leiddi á endanum að þessu pólitíska matarbloggi.

Ljósmyndun, stílisering og hönnun síðunnar er í mínum höndum. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið áhuga á samstarfi eða hafið einhverjar spurningar og ábendingar.


    Harpa