Augnbaunasalat frá Líbanon

LUBYI MSALLAT

Frá Líbanon

8/197


Image

HÉRer uppskrift að einföldu líbönsku augnbaunasalati. Ég notaði augnbaunir úr dós og það heppnaðist mjög vel. Það er frekar mikið magn af ólívuolíu í uppskriftinni og það er allt í lagi að minnka það aðeins. Salatið er gott eitt og sér og sem meðlæti með ýmis konar mat. Það er til dæmis hægt að setja það í pítubrauð með tómötum, tahini og fetaosti.

Image

Image

Innihaldsefni

 

  • 2 dósir af augnbaunum
  • 1 eða fleiri hvítlauksgeiri
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 2-3 skallottulaukar (eða lítill laukur)
  • 4 msk af saxaðri steinselju
  • 1-2 tsk cuminduft
  • 1 tsk salt (eða meira eftir smekk)
  • 100 ml af ólífuolíu


Image

Leiðbeiningar

 


1.
Hellið vatninu af baununum, skolið vel og setjið í skál.

2.
Saxið lauk og steinselju og blandið saman við baunirnar.

4.
Merjið hvítlaukinn og saltið vel saman í mortéli.

5.
Blandið hvítlauknum saman við ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk og cumindufti og hellið yfir salatið. Blandið vel saman.

 

Berið fram með pítubrauði

Fyrir 2 sem aðalréttur