Indónesísk hnetudressing

INDÓNESÍSK

hnetusósa

INDÓNESÍSK

hnetusósa

Image

Þessiindónesíska hnetudressing er mjög góð og bragðmikil - sterk, súr, sölt og sæt. Ég gerði hana fyrst með indónesíska salatinu Gado Gado sem var fyrsta (og vinsælasta) uppskriftin á Eldhúsatlasnum. Hnetudressingin er frábær með Gado Gado, sem salatdressing, ídýfa fyrir grænmeti, á núðlur, tófú og ofnbakað grænmeti...og bara hvað sem ykkur dettur í hug.

Uppskriftin er ekkert heilög og það er hægt að nota hana sem grunn. Það má nota mikið meiri hvítlauk eða minna chili. En ef þið notið ekki sykur myndi ég mæla með því að minnka límónusafann verulega. Límónan og tamarind maukið gefa mikla sýru og sykurinn er nauðsynlegur til að vega upp á móti henni.



Image

Innihaldsefni

 

  • 1 hvítlauksgeiri
  • 3 tsk af hrásykri *
  • 130 gr gróft ósætt hnetusmjör
  • 1-2 grænir chilipiprar
  • Safinn úr tveimur límónum
  • 1 msk tamarind mauk
  • 1 ½ msk sojasósa

* Í Indónesíu væri notaður pálmasykur. Ég held að hann fáist hér á landi og ætla að prófa það næst.



Image

Leiðbeiningar

 


1.
Kreistið safann úr límónunum, saxið chilipiparinn og hvítlaukinn smátt. Setjið öll innihaldsefnin * í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til dressingin er orðin silkimjúk. 

2.
Smakkið dressinguna til með chili, hvítlauk límónusafa og sojasósu eftir smekk. Ef hún verður of þykk þá er best að bæta við örlitlu vatni.

3.
Skreytið með muldum salthnetum og berið fram!

* Ég notaði 3 tsk. af sykri en það má alveg nota meira (prófið endilega að nota pálmasykur ef þið finnið hann). Ef þið notið ekki sykur myndi ég mæla með því að minnka límónusafann verulega. Límónan og tamarind maukið gefa mikla sýru og sykurinn er nauðsynlegur til að vega upp á móti henni.