Gleðilegt nýtt ár & veganúar!

Gleðilegt nýtt ár

& veganúar !Kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir hið gamla!

2015 var aldeilis skemmtilegt og viðburðaríkt ár. Eldhúsatlasinn fór í loftið hinn 11. september og fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum. Það er greinilegt að áhugi á grænmetisfæði, dýravelferð og umhverfisvernd er mikill og fer vaxandi.

Fyrst á dagskrá á nýju ári er að sjálfsögðu veganúar! Það eru Samtök grænmetisæta á Íslandi sem standa fyrir þessu þarfa átaki. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Það hefur alltaf verið markmiðið að á Eldhúsatlasnum séu sem flestar uppskriftir án dýraafurða og veganúar er góð hvatning til að auka hlutfall vegan uppskrifta enn frekar.

Ef þið hafið einhverjar sérstakir óskir um lönd, uppskriftir eða áherslur á blogginu þá megið þið endilega skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan. Mér þætti afskaplega gaman að heyra frá ykkur.

Gleðilegan veganúar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × one =