Írland: Bangers & Mash

BANGERS & MASH

Frá Írlandi

BANGERS & MASH

Frá Írlandi

12/197


Image

Gleðilegan1. maí! Eldhúsatlasinn fagnar verkalýðsdeginum með írskum verkamannamat.

Bangers & mash (...eða pylsur með kartöflustöppu) er klassískur írskur réttur sem var auðvelt að breyta í vegan máltíð. Ég notaði bulsur í staðinn fyrir pylsur (en það má auðvitað nota hvaða vegan pylsur sem er). Gerði kartöflustöppu með Oatly rjóma og Earth balance smjöri og bjó til vegan lauksósu með.

Ég fann uppskrift að Colcannon, dásamlegri írskri kartöflustöppu með grænkáli og vorlauk. Colcannon er hefðbundin réttur sem átti sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Á Halloween var lukkugripum bætt út í colcannon og átti lukkugripurinn sem þú fékkst að segja til um framtíðina. Einnig þekktist að ógiftar konur settu colcannon í sokk og hengdu hann á útidyrahurðina í þeirri trú að fyrsti maðurinn sem kæmi inn um dyrnar myndir giftast þeim.

Colcannon var líka efni í heilt írskt þjóðlag...

"Did you ever eat colcannon, Made with lovely pickled cream With the greens & scallions mingled Like a picture in a dream Did you ever make a hole on top To hold the melting flake Or the creamy flavored butter That your mother used to make".
Image


Image

Innihaldsefni

 

  • Vegan pylsur (t.d. bulsur)
  • 1 kg af kartöflum
  • 100 gr. grænkál
  • 150 ml Oatly rjómi eða Oatly sýrður rjómi
  • 60 gr. vegan smjör (t.d. þeytt Earth balance)
  • 1-3 vorlaukar
  • Graslaukur
  • Salt eftir smekk


Image

Leiðbeiningar

 


1.
Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Setjið í pott með köldu vatni og svolitlu salti. Sjóðið þar til þær verða mjúkar í gegn. Hellið því næst vatninu af, setjið þær aftur í pottinn og á vægan hita þar til kartöflurnar eru orðnar alveg þurrar.

2.
Skerið stilkana af grænkálinu og skerið það svo í þunnar ræmur. Sjóðið kálið í 4 mínútur, hellið vatninu, kreistið vökvann úr og setjið aftur í pottinn.

3.
Saxið vorlaukinn smátt og setjið í pottinn með grænkálinu og 1/3 af smjörinu. Leyfið þessu að malla á mjög vægum hita.

4.
Bætið oatly rjómanum út í pottinn með kartöflunum og 1/3 af smjörinu og hitið þar til blandan er orðin vel heit en ekki farin að sjóða. Stappið (handvirkt.. það er alveg bannað að nota töfrasprota) þar til kartöflustappan er kekkjalaus.

5.
Blandið grænkálinu og vorlauknum saman við stöppuna. Smakkið til með salti og pipar. Bætið graslauk eða meiri vorlauk út í eftir smekk.

6.
Steikið vegan pylsurnar þar til þær verða svolítið stökkar.

 

Gott að bera fram með lauksósu og grænum baunum.

Fyrir tvo